Opið hús nóvember 2023

Á laugardaginn var húsið opnað  fyrir skjólstæðinga, aðstandendur og velunnara. Boðið var upp á sýningu á verkum sem unnin hafa verið í listasmiðju og á vinnustofu ásamt því að sem fyrirhuguð stækkun á húsnæði Múlabæjar var kynnt. Það var frábær mæting og einstakur andi samheldni og kærleiks fyllti húsið.

Við þökkum Tryggva Kristni, ungum saxófónleikara fyrir frábæran tónlistarflutning og öllum þeim sem komu og nutu samvista á þessum góða degi